Að vera vel glerjaður er eitt af lykilatriðum veiðinnar. Góð polaroid gleraugu eru ekki aðeins til varnar afvegaleiddum veiðiflugum, heldur og gefa okkur möguleika á að sjá niður í vatnið. Þeir sem nota styrkt gleraugu geta keypt polaroid clips á venjuleg gleraugu eða veiðigleraugu með styrk. En það er ekki allt fengið með gleraugunum. Ef við látum það eftir okkur að hætta að skima eftir fiskinum sjálfum þá eru nokkrar líkur á því að við komum enn frekar auga á hann. Hljómar svolítið öfugsnúið en við eigum trúlega mun auðveldara með að koma auga á skugga fisksins heldur en hann sjálfan. Skyggnumst niður í vatnið og svo aðeins neðar, leitaðu á botninum að skugga sem hreyfist, eða ekki. Ef fiskurinn tekur snöggan kipp þá fer það ekkert framhjá þér, glampi, skuggi á botninum og þú nærð miði á hann.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.