Ekki lék nú lánið við mig eins og konuna í kvöld. Við skruppum í vatn sem ekki má nefna eftir kvöldmat. Ekki leið á löngu þar til frúin tók einn vænan, ég aftur á móti missti tvo og sleppti tveimur unglingum. Kom samt nokkuð sáttur heim, frábært að komast út eftir erilsaman dag í vinnunni, tæma stressið og hlaða batteríið fyrir morgundaginn.
