Við bræðurnir skruppum rétt út fyrir bæjarmörkinn í ónefnt vatn um kvöldmatarleitið. Smá gola, ekkert til að gera sér rellu út af og aðeins flugustangir með í för. Ég tók þrjá urriða á Pólskan PT fyrir ljósaskiptin og bætti svo þremur við á svartan Nobbler þegar fiskurinn leitaði upp á grunnið í kyrrðinni. Brósi hélt sig við fluguna, enda ekki um neitt annað að ræða og auðvitað tók hann einn á eigin flugu, svarta pöddu með silfurvöfum og rauðu skotti. Flottur skreppur í frábæru veðri.
Senda ábendingu