Eftir nokkrar vegabætur reistu báðar deildir veiðifélagsins búðir sínar á bökkum Hlíðarvatns í landi Heggsstaða að kvöldi mánudagsins 4.júlí. Veðurspáin gerði ráð fyrir léttum vindi frá 0 – 8 m/sek. úr öllum áttum sem gekk eftir þannig að maðkastangirnar voru hafðar til taks.

Við höfðum frétt af lélegri veiði í vatninu vikuna á undan, fáir og litlir fiskar, þannig að væntingarnar voru lágstemmdar sem skilaði sér í gríðarlegum fögnuði yfir hverjum fiski sem kom á land. Mánudagskvöldið var rólegt, nýttum það helst til að ná áttum við vatnið sem hafði tekið miklum breytingum frá því í fyrra. Þriðjudagurinn var ágætur, hraðfleygt logn og mest veiði um kvöldið upp í ölduna við Tótutanga. Miðvikudagurinn rann upp með logni og glampandi sól, hreinni rjómablíðu þannig að eiginkonan stóðst ekki mátið heldur vatt sér í dressið og út í vatn með flugustöngina, fyrir morgunverð. Fljótlega fór Mosó-deildinn af stað og tók til við að landa hverjum fiskinum á fætur öðrum þannig að fljótlega varð útséð um hvor deildin ætlaði sér vinninginn. Kvennpartur Mosó deildarinnar fylltist þvílíku kappi rétt fyrir kvöldmat að nánast ekkert varð eftir af fiski í vatninu fyrir kvöldveiðina og ávann sér þannig inn eitt örnefnið enn við vatnið, Lárulág. Endanlegar aflatölur urðu þær að Reykjavíkur-deildin tók samtals 21 fisk á tvær stangir, þar af 1 á Beiki, 1 á Watson’s Fancy púpu, 2 á Peacock og 1 á svartan Toby, restina á maðk. Eins og við var búist átti Mosó-deildin vinninginn með 33 fiska, allt á maðk. Hef lúmskan grun um að kynjahlutfall hafi verið okkur bræðrum óhagstætt, ekki orð um það meir.

Smellið fyrir stærri mynd

Ég notaði tækifærið til smá náttúruskoðunar og myndatöku af nokkrum íbúum vatnsins, smá efnisöflun fyrir bloggið. Náði mjög góðum myndum af nokkrum vorflugupúpum sem ég hyggst nota í smá umfjöllun um litlar flugur og trú manna á þeim. Auðvitað verður fjallað um vinsælustu eftirlíkingu vorflugupúpunnar, Peacock sem sést hér til hliðar í hópi ‘original’ púpa úr Hlíðarvatni.

Að lokum er rétt að árétta að GPS hnit örnefna við vatnið; Tótutangi, Lárubotn, Lárulág, Pétursklettur og Stjánaströnd, verða ekki gefin upp að svo komnu máli.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.