Það leynast margar veiði- og náttúruperlur á Íslandi. Mér stóð til boða að prófa eina svona perlu í gær í nágrenni Reykjavíkur. Um er að ræða vatn sem er í einkaeigu, hluti jarðar þar sem aðeins ábúandinn og fjölskylda hans hafa stundað veiði. Og þvílík perla. Vatnið tók á móti okkur með fínum pundara í þriðja kasti hjá konunni og áttunda kasti hjá mér, báðir á Pólskan PT.

Ef ekki hefði verið fyrir umferð á vatninu hefði ævintýrið haldið áfram, en við nýttum tímann vel og tókum fram kaffibrúsann og matarkexið (sem kemur við sögu á hverjum degi), góndum út í loftið og nutum umhverfisins. Þegar bátsverjar höfðu fengið nóg (14 stk. held ég) héldum við áfram og dagurinn endaði í sex fínum fiskum, allir á Pólskan PT þrátt fyrir tilraunir með aðrar flugur eins og t.d. Nobbler, Krókinn o.fl. Það verður nú annars ekki af þessari flugu skafið að hún skildi fanga þessa fiska, því næstum allir voru á fullu í síli og því hefði t.d. Nobbler eða Black Ghost átt að eiga betur við. Flottur staður og ég er alveg vís með að suða í góðum fjölskyldumeðlim um leyfi til að prófa hina veiðistaðina við vatnið, því aðeins einn þeirra (suðurbakkinn) var lagður að velli í gær.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.