Hér verður hvorki sögð frægðarsaga af veiðimönnum né konum. Við hjónin brugðum okkur bæjarleið á föstudaginn vestur í Hítarvatn. Veðurspáin sagði til um NA og A átt um helgina, létta metra á sekúndu og þokkalegasta hita. Við hreiðruðum um okkur í hraunjaðrinum austan við Hólm og vorum bara nokkuð heppinn að vera ekki alveg við vatnið, slík var nepjan sem stóð af vatninu. Brugðum okkur í vöðlurnar upp úr kl.21 og vorum að í Hrauntöngunum til að ganga eitt án þess að taka eitt einasta kvikindi á land. Jæja, laugardagurinn yrði bara betri.Við tókum daginn seint, notuðum morguninn í marga Latté og fylgdumst vel með þeim sem gengið höfðu inn fyrir hrauntunguna áður en við tókum okkur til. Þar sem töluverður asi virtist á veiðimönnum við vatnið og flest sem benti til að lítið væri um afla, ákváðum við að fara inn að víkinni undir Hólmanum. Höfðum farið í þá vík í fyrra og gengið ágætlega í svipaðri vindátt. Þrátt fyrir þokkalegar aðstæður var mjög lítið um líf, en eftir langa mæðu varð ég var með Orange Nobbler (stuttur) og það var einmitt lengdin á fiskinum sem ég krækti í og endaði pönnusteiktur með smjöri og sítrónupipar í kvöldverð. Síðar um kvöldið reyndum við aftur fyrir okkur, með spún sökum vinds, á töngunum undir Hólmi og tókum sitt hvorn fiskinn, ég áfram í smáfiskinum en konan tók tæplega pundara. Síðan ekki söguna meir, og líkur þar með veiðiþætti helgarinnar, ef undan eru skilin þau orð sem höfð eru eftir Finnboga í Hítardal að þetta vor væri það lélegasta í vatninu í það minnsta í fjögur ár. Okkur tókst að telja saman 12 fiska hjá þeim tæplega 20 veiðimönnum sem við sáum til og áttum orðastað við um helgina.

5 Athugasemdir

 1. Er Hólminn sá hólmi sem gengur út í vatnið til hægri þegar komið er að „innra“ bílastæðinu? Get ekki orðað þetta betur en þykist vita um hvaða hólma er átt við og hef oft veitt þar vel, að vísu mest allt smátt.

 2. Hér getur greinilega orðið misskilningur, fjallið við suðurenda vatnsins heitir Hólmur. Víkin sem við prófuðum á laugardaginn er á hnitum 64° 52,193’N, 21° 59,771’W (þú getur notað: http://ja.is/kort og sett þessi hnit inn í leitina og þá kemur kross nákvæmlega í víkinni), tær snilld. Aftur á móti er líka til hólmi í vatninu sem heitir Hólmur, hann er á hnitum 64° 52,798’N, 21° 57,322’W en þar hef ég aldrei veitt en heyrt töluverðar sögur af fiski á þeim slóðum.

  kv.Kristján

 3. Jæja, ég átti við múlann sem gengur út í vatnið þarna við fjallið Hólm og víkina inn af því. Annars tók ég eftir því að færslan heitir 25-26. júlí, Er ég að rifja upp gamla drauga?

 4. Við erum greinilega á sömu slóðum og takk fyrir að að kveikja á mér varðandi mánuðinn, þetta átti auðvitað að vera júní.

  kv.Kristján

 5. Ég reyni yfirleitt eða labba eitthvað inn með vatninu. Mér finnst gaman að labba og síðan fær maður alltaf á tilfinninguna að það sé allt sundurbarið stutt frá bílastæðum.
  Stærðin á fiskunum þarna er ekkert til að hrópa húrra fyrir samt.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.