Létt kastæfing við Meðalfellsvatnið í dag í c.a. 2 klst. Vatnið orðið íslaust að mestu, aðeins smá ræma við Hljóðasteina er þakin íshröngli ásamt Vatnsvíkinni. Sáum töluvert líf í Hjarðarholtsvík og út af Víkurtöngunum, en því miður var fiskurinn ekki í neinu stuði.
