Hlutföll í klassískri, vængjaðri votflugu verður nánast ekki lýst með öðru en að birta mynd af einni slíkri. Hvort sem þær heita Dunkeld, Blae and Black, Butcher eða Peter Ross, þá eru þær upphaflega allar í sömu hlutföllum og eins byggðar. Eitthvað sem hefur alltaf virkað og engin ástæða til að breyta. Þetta er einmitt það sem gerir þær að klassískum flugum.
