Þegar þú hefur náð góðum tökum á gripinu, getur haldið því stöðugu út í gegnum allt kastið, prófaðu þá að létta gripið í upphafi framkastsins og auka það síðan jafnt og þétt um leið og þú eykur kraftinn / hraðann í því. Losaðu síðan vel um það þegar þú hefur stöðvað í fremra stoppi og leyfðu stönginni að síga í léttu gripi niður í lægstu stöðu.
Þú vinnur tvennt með þessu; harkan í kastinu nær ekki fram í línuna þegar hún leggst niður og þú verður síður þreyttur í hendinni á löngum veiðidögum.