

Hér er enn eitt gripið sem menn hafa mælt með. Ekki ósvipað V-gripinu, nema vísifingurinn er látinn liggja ofan á handfanginu í stað þess að liggja gagnstætt þumlinum. Þeir sem mæla með þessu gripi telja það að mörgu leiti hentugra heldur en V-gripið því veiðimaður á auðveldara með að hlaða stöngina, það sé nokkurs konar málamiðlun á milli þumals ofan á og V-gripsins.
E.S. Þakka flott ‘comment’ Einars í Veiðiheimum við þessu sem lesa má hér. Endilega deilið, þið sem hafið reynsluna.
Senda ábendingu