Flýtileiðir

Misbrestur – Allt rétt nema…

Það getur verið verulega ergjandi þegar maður er búinn að fylgja öllum leiðbeiningum (læðast að vatninu, skoða lífríkið, fylgjast með atferli og velja flugu af kostgæfni) þegar maður sér fluguna beinlínis stífna upp eða druslast í inndrættinum. Engin eðlileg hreyfing og því ekkert aðdráttarafl. Eftir nokkur svona tilfelli þá kviknaði loksins á perunni hjá mér, taumurinn. Er ég örugglega með réttan taum og taumaenda? Taumurinn hefur ekki aðeins áhrif á það hvernig flugan leggst í kastinu, heldur og einnig hvernig hún hagar sér í inndrætti. Þegar ég fór að styðjast við eftirfarandi þumalputtareglu þá fóru flugurnar að haga sér mun betur:

  • Deildu í flugustærðina með fjórum og veldu taum og taumenda m.v. útkomuna. Dæmi: Taumur fyrir flugu á öngli nr. 12 ætti að vera 12 / 4 = 3x. Ef þú ert ekki viss um stærð flugunnar, taktu gott gisk og lækkaðu taumstærðina um 1x.

Eitt svar við “Misbrestur – Allt rétt nema…”

  1. Friðrik Avatar
    Friðrik

    Þessu hafði ég aldrei pælt í, prófa þetta strax í apríl.
    Annars langar mér að þakka þér fyrir snilldar síðu, kíki hérna reglulega og langaði bara að kvitta fyrir mig.

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com