
Eftir að hafa fengið ófáar flugurnar í höfuðið, í orðsins fyllstu merkingu, fékk ég smá tilsögn; Ástæðan fyrir því að þú færð fluguna svona oft í hnakkann er slakur úlnliður og því stoppar þú ekki nógu ákveðið í bakkastinu. Snúðu höfðinu en ekki úlnliðnum og fylgstu með aftara stoppinu. Og viti menn, ég týndi færri flugum eftir þetta og hnakkinn er alveg við það að gróa. Sem sagt; ef hornið á milli stangar og framhandleggjar er meira en 30°og/eða aftara stopp er eftir kl.1, þá opnast kasthjólið í bakkastinu og línan fer sínar eigin leiðir.
Senda ábendingu