Það eru til ráð og leiðbeiningar fyrir öllu. Hér á eftir fara 7 örugg ráð til að brjóta veiðistöngina sína með einum eða öðrum hætti.

 

1. Skelltu bílhurðinni á hana

Það eru engin ný sannindi að bílar og veiðistangir eiga ekkert rosalega vel saman. Ef þú vilt vera nokkuð viss um að brjóta stöngina þína, leggðu hana frá þér í opna gátt á bíl, helst í roki eða sterkri gjólu. Ef þú ert ekki alveg eins öruggur um að vilja brjóta hana, lokaðu fram hurðunum og notaðu kverkina á milli spegils og hurðar í staðinn. Mundu bara hvar stöngin er þegar þú svo opnar hurðina.

2. Leggðu stöngina frá þér á jörðina

Stangir sem liggja flatar á jörð eru upplagðar til að stíga á og brjóta. Best er að hafa eitthvað hnökrótt undir, s.s. steina, möl eða stórgrýti.

3. Láttu stangarendann vísa fram á göngu

Ótrúlega einfalt ráð til að brjóta stangarendann. Notaðu tækifærið þegar þú ert að færa þig á milli veiðistaða og gerðu þitt ýtrasta til að halda stönginni í lágréttri stöðu, með stangarendann fram. Dreifðu svo athyglinni út um víðan völl, þá getur þú verið nokkuð öruggur um að þú hrasir og stingir endanum niður, krass.

4. Notaðu stöngina til að losa festur

Kastaðu naumt, helst í mikinn gróðurfláka eða gamla girðingu sem liggur hálf í kafi. Þegar þú ert svo búinn að festa vel og tryggilega, notaðu stöngina til að reyna að losa. Fyrst létt, síðar ákveðið og að lokum með miklu offorsi. Þú getur verið nokkuð viss um að eitthvað gefi eftir og ef þú ert heppinn þá er það stöngin, ekki hnúturinn. Ekki láta þér til hugar koma að taka í línuna/girnið til að reyna að losa, þá missir þú af upplögðu tækifæri til stangarbrots.

5. Ekki setja stöngina nógu vel saman

Ef þú setur stöngina þína saman með hálfum huga og aðeins að hálfu leiti þá átt þú ágætis möguleika á að brjóta hana með góðu kasti. Láttu helst skrölta aðeins í samsetningunni, þá hefst þetta miklu fyrr. Gott ráð er að að hunsa samsetningarnar algjörlega allan daginn, láttu eins og þær séu ekki til.

6. Notaðu MJÖG þungar flugur

Notaðu mjög þungar flugur fyrir léttu stöngina þína og kastaðu eins og þú byrjaðir að kasta. Leyfðu hvorki fram- né afturkasti að klárast, kastaðu með þröngum boga þannig að þú getir verið viss um að flugan sláist í stöngina og merji hana á viðkvæmum stað.

7. Ekki ganga frá henni, heldur á henni

Ekki vanda til geymslu að hausti. Ágætur staður er með garðverkfærunum og snjóskóflunni í skúrnum og blessaður/blessuð ekki vera að hafa fyrir því að taka hana sundur. Röð tilviljana klárar svo málið fyrir þig og stöngina.

1 Athugasemd

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.