E.t.v. finnst einhverjum það einkennilegt að ræða um læki og ár í grein um vatnaveiði. En það er nú þannig að lækir og ár sem renna í vatnið bera með sér ýmsa fæðu fyrir fiskinn og auka súrefnisinnihald þess. Það er því engin furða að fiskurinn leitar á þá staði sem þeir falla í vatnið (Kort – I). Hann snýr gjarnan trýninu upp í strauminn og étur sig beinlínis í gegnum hann. Kastaðu í strauminn og leyfðu flugunni að fljóta með honum út á vatnið, beint fyrir fiskinn. Svipaða sögu má segja um afrennsli vatns, þar safnast oft saman gnægð smádýra og fiskurinn á það til að bregða sér út í ánna eða lækinn til að krækja sér í auðvelda bráð.
Uppsprettur og kaldavermsl laða einnig að sér smádýr. Hafðu þetta í huga þegar þú skannar botninn, hrúgur af smágerðu grjóti eða áberandi ljósgrænn litur gróðurs á litlum bletti geta bent til uppsprettu þar sem fiskur leynist í grennd.
Eitt svar við “Lækir og ár”
[…] Lækir og ár – Örstutt um súrefnisfíkn fisksins […]
Líkar viðLíkar við