Samkvæmt einhverri elstu reglu veiðimanna, þá veiðist annað hvort niðri við botn eða uppi við yfirborðið, en þar á milli nánast ekki neitt. Þetta stenst að mestu leiti, mismunandi þó eftir árstíma. Á kaldari árstímum veiðist oft betur niðri við botn heldur en við yfirborðið. Það verður þó að viðurkennast að mikill meirihluti fiska veiðist nær yfirborðinu heldur en botninum. Fiskur sem er að rótast í æti á botninum er mun líklegri til að rísa upp eftir flugu heldur en sökkva sér niður eftir púpu á botninum. Sjálfur hef ég staðið mig að því að veiða í ‚dauða hafinu‘ á milli botns og yfirborðs og það getur alveg verið raunhæf leið. Setjum dæmi sem svo upp að ég kasti straumflugu vel út fyrir kantinn fyrir framan mig og láti hana síðan synda inn að kantinum beint í trýnið á fiskinum sem liggur þar í skjóli. Þetta á sérstaklega við þegar veitt er á móti vindi (Kort – K). Aldan ber nefnilega með sér ýmislegt æti og rótar upp ýmsu góðgæti á mörkum kants og grynninga. Ég þori að veðja hatt mínum og staf um það að silungurinn snýr trýninu á móti vindátt ef svo ber undir, þaðan berst jú ætið og við reynum alltaf að staðsetja fluguna fyrir fram silunginn.

‘Dauða hafið’ á milli botnsins og yfirborðsins

1 Athugasemd

Lokað er á athugasemdir.