Kuðungableikja

Kuðungableikjan er með dökkt bak og silfraðar hliðar. Á hryggningartímanum roðnar kviður bleikjunnar all verulega og getur orðið dökk appelsínugulur. Þrátt fyrir nafnið lifir kuðungableikjan ekki aðeins á kuðungi, heldur leggur sér einnig til munns mý, hornsíli og ýmiss botnlæg dýr. Kynþroska verður fiskurinn 6 – 10 ára og er þá á bilinu 25 – 50 sm að lengd. Bleikjur, ólíkt öðrum laxfiskum, hryggna að öllu jöfnu í vatni, ekki ám eða lækjum. Hafi hryggning átt sér stað í straumvatni, ganga seyðinn strax í næsta vatn um leið og þau klekjast. Hryggning á sér að öllu jöfnu stað í júlí – ágúst. Klaktími er nokkuð misjafn, alveg frá því í janúar og fram í júli, allt eftir hitastigi, stærð eggja og umhverfisaðstæðum hverju sinni.

Kuðungableikja

Eitt svar við “Kuðungableikja”

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com