Dvergbleikja er smæst þeirrar bleikju sem finnast á Íslandi. Kynþroska verður fiskurinn 2 – 4 ára og er á bilinu 7 – 24 sm að lengd. Hryggningartími dvergbleikju er mjög mismunandi eftir landshlutum, ág.- sept. fyrir norðan land, mánuði síðar sunnanlands. Dvergbleikja heldur sig á grynningum eða efri hluta botnsins og lifir mest á kuðungum. Hún er sá stofn bleikju sem virðist vera bundin í útliti seyðis um allan aldur; er kubbsleg í vexti, dökkleit, oft brún og hliðarnar alsettar gulleitum depplum.

1 Athugasemd