Takk fyrir allar heimsóknirnar, yfir 2000 innlit á rúmum mánuði hlýtur bara að teljast nokkuð gott. Af þessu tilefni fór ég aðeins yfir hvað helst væri skoðað af blogginu og þá stóðu uppskriftirnar uppúr. Til að gera þær aðgengilegri hef ég nú flokkað flugurnar eftir því hverjir láta helst glepjast af þeim og bætt við stærðum hverrar flugu eins og ég vil helst hafa þær í boxinu mínu.
Vonandi safnast síðan saman fleiri uppskriftir að áhugaverðum flugum. Ykkur er velkomið að senda mér ábendingar um þær flugur sem vert væri að geta eða hafa reynst ykkur vel. Ég mun reyna að útvega lýsingar af þeim, uppskriftir og einhver gáfuleg komment.









Senda ábendingu