Enn og aftur er það öngull í rassi. Fikruðum okkur niður slóðann að Borgarvík og eyddum 4 klst. í mjög fallegu veðri, súld / þoka en afskaplega stillt og hlýtt. Í það minnsta inni í víkinni. Í sem skemmstu máli urðum við ekki vör, utan þess að konan sá einn ‘lítinn’ eltast aðeins við fluguna sem hún var að baða í það skiptið. Nokkuð var um fólk sem naut veðursins á þessum slóðum, en ég veit ekkert um hvernig þeim gekk. Það gengur bara betur næst.
