Ekki lofaði nú veðurspáin góðu með þessa veiðiferð, en það hefði nú alveg verið hægt að koma út einhverri línu með ormi á endanum þótt hann spáði 4-9 m/sek. en að koma einhverju kvikindi út í 16 – 26 m/sek. er svolítið annað mál. Gerðum heiðarlega tilraun í gærkvöldi til að leita að fiski við sleppitjörnina í Kjarnholti og ég sá einn, enn hann vildi frekar liggja á botninum heldur en eltast við spún eða maðk.  Vegna vinds var ekki viðlit að koma út flugu svo eitthvað vit væri í og svo tók steininn alveg úr þegar á okkur skall þetta kolvitlausa veður í nótt og í morgun svo ekkert varð úr hollinu kl.7 – 13.  Þegar svo veðrið gekk nánast ekkert niður eftir hádegi og fyrirséð að hollið frá 16-22 yrði tómur barningur í vindi (sbr. myndina hér að ofan), pökkuðum við okkar hafurtaski og fórum heim.  Nei, ég neita því alfarið að við höfum komið með öngulinn í rassinum, hann lá óhreyfður í veiðiboxinu og því telst þetta ekki með.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.