fos.is

Ýmislegt og allskonar um flugur, veiðistaði og stangveiði almennt.

Flýtileiðir

Nýjustu færslurnar

  • Speedy Gonzales
    Það kemur helst fyrir í febrúar að ég heimsæki aðra hnýtara og eyði með þeim kvöldstund eða hluta úr degi. Annars húki ég oftast einn við hnýtingar heima við, gjarnan við skrifborðið mitt með einhvern snillinginn á skjánum og eyði álíka mörgum augnablikum við að stöðva myndbandið eins og ég eyði við hnýtingarnar sjálfar. Í… Read more: Speedy Gonzales
  • Endursýning
    Fyrr eða síðar, jafnvel reglulega, gera hnýtarar sér grein fyrir því að mistök eru óhjákvæmilegur fylgifiskur fluguhnýtinga. Jafnvel þegar maður hefur mælt allt rétt, stillt efnið af á milli fingra sér eða á krókinum og vefur hnýtingaþræðinum um efnið, þá gerist eitthvað sem verður þess valdandi að allt fer úrskeiðis. Hvað er þá til ráða?… Read more: Endursýning
  • Súkkulaðifrauð
    Fluga er ekki bara fluga, ekki frekar en súkkulaði er bara súkkulaði. Súkkulaði er til í ýmsum styrkleikum, því hreinna sem það er því dekkra og hreinast er það næstum því svart. Viðbætt efni, eins og t.d. mjólk eða rjómi, lýsa súkkulaðið eins og við þekkjum. Ég er svolítið af gamla skólanum og tel ‚hvítt‘… Read more: Súkkulaðifrauð
  • Gleðilega hátíð
    FOS og allir afleggjarar höfundar, Febrúarflugur og Vatnaveiði -árið um kring, óska lesendum og þátttakendum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir árið sem er að líða.
  • Sextán sortir eða vanilluhringi?
    Eins skemmtilegt og það nú er að prófa nýjar flugur, hvort sem það er í hnýtingum eða í veiði, þá eru líka gallar við það að vera sífellt að prófa eitthvað nýtt. Þó það sé vissulega minna mál að prófa einhverja nýja flugu í veiði, þá er alltaf eitthvað öðruvísi við allar flugur. Ég í… Read more: Sextán sortir eða vanilluhringi?
  • Hver var þessi Kelly Green?
    Þessi spurning rifjaðist upp fyrir mér um daginn þegar ég fékk orðsendingu um að tiltekið hnýtingarefni væri nú aftur fáanlegt í verslunum hér heima. Kelly Green? Það eru alveg líkur á að einhver beri þetta nafn vegna þess að ættarnafnið Green á sér saxneskar og norrænar rætur og finnst í ensku og keltnesku, einna helst… Read more: Hver var þessi Kelly Green?