Ke-He

Árið 1932 voru Skotarnir Kemp og Heddle að veiðum eins og svo oft áður við Loch of Harray á Hrossey á Orkneyjum. Þá urðu þeir vitni að því þegar býflugur hröktust út á vatnið og að sögn fór urriðinn hamförum í þessu ferskmeti sem ekki náði sér upp af yfirborðinu. Í tilraun til að ná athygli fisksins varð þessi fluga til úr því efni sem þeir höfðu tiltækt. Þetta er í það minnsta ein af þeim sögum sem sagðar hafa verið af tilurð þessarar flugu og er mátulega mikil hetjusaga þess að redda sér með það sem hendi er næst.

Önnur saga er að þeir félagar hafi verið að reyna að líkja eftir Bibio flugunni, þ.e. þeirri náttúrulegu með þessari flugu. Enn önnur að þeir hafi einfaldlega verið að leika sér með afbrigði Red Tag, 80 árum eldri flugu og sett á hana skott. Ég ætla ekki að kveða upp úr um það hvaða saga sé sönnust, en ákveðin vísbending um mína tiltrú er þó í uppröðun þessara sagna hér.

Á sögum sem tengjast Íslendingum frá meginlandi Orkneyja, Hrossey er enginn hörgull. Nafnið á þessari stærstu eyju Orkneyja eitt og sér skýtur stoðum undir frásagnir af afar nánum tengslum Orkneyja við Skandinavíu á öldum áður, góðum og slæmum. Loch of Harrey ber til dæmis annað og viðtekið heitir; Heraðvatn upp á gammelnorsk. Og svo má spá og spekúlra í hljómynd Loch of Harrey; er þetta ekki bara staðbundin framburður og orðasúpa sem segir að þetta sé vatnið á Hrossey?

Rétt er að taka það fram að fyrsta skráða uppskrift flugunnar segir hringvafið hafa verið úr rauðri hanafjöður og það var enginn ullarhnoðri í rassinum á henni. Hvort það er hin raunverulega og rétta uppskrift, skal ósagt látið, en sú uppskrift sem flestir styðjast við í dag er hér.

Höfundur: Mr. Kemp og Mr. Haddle
Öngull: votfluguöngull 8 – 14
Þráður: svartur 8/0
Skott: bekkfjöður gullfasana
Tag: rauð ull
Búkur: páfuglsfanir
Hringvaf: brún hanafjöður
Haus: svartur, lakkaður

BleikjaSjóbleikjaUrriðiSjóbirtingur
10 – 14 8 – 148 & 108 & 10 

Einna besta klippa sem FOS.IS hefur séð af hnýtingu Ke-He er frá Savage Flies og því sjálfsagt að hafa hana hér með. Það vekur samt athygli við þessa klippu að hnýtarinn er ekki með mjög áreiðanlega uppskrift undir höndum og svo gerir hann þau mistök að setja bekkfjöðurina ofan á ullarhnoðrann. Svo langt sem ég náði sögunni sem er efst á síðunni, þá var ætlunin að bekkfjarðrinar vísuðu niður og því eðlilegt að hafa þær undir ullinni.

Create a website or blog at WordPress.com