Fly Tying 101 – Fjórði þáttur

Þá er fjórði og síðasti þáttur hnýtingarkennslu Loon outdoors er kominn á Livestream. Þáttinn má skoða með því að smella hérna. Þetta hafa verið áhugaverðir þættir að fylgjast með og þeir verða væntanlega aðgengilegir í náinni framtíð á heimasvæði Loon á Livestream, rétt eins og aðrar leiðbeiningar þeirra eru í dag. Þess má svo geta að á YouTube er að finna fjölda annarra leiðbeininga og kynningar frá Loon.

fos_loon_flytying101

Fly Tying 101 – Fyrsti þáttur

Þessar vikurnar stendur Loon outdoors fyrir hnýtingarkennslu á netinu. Um er að ræða fjórar kennslustundir í beinni útsendingu, ein í hverri viku janúar. Einhverjir nátthrafnar hafa eflaust vakað yfir fyrsta tímanum sem var 6.janúar, en fyrir þá sem sváfu á sínu græna þá er hægt að horfa á upptöku af honum með því að smella hérna.

fos_loon_flytying101

Næsti þáttur er á dagskrá aðfaranótt föstudagsins 14.janúar klukkan 2 eftir miðnættið og hægt verður að horfa á hann á Livestream. Upptaka af þættinum verður gerð aðgengileg hér á FOS.IS eins fljótt og auðið verður.