Febrúarflugur fengu þrjár þrælgóðar veiðikonur sem hnýta sínar flugur sjálfar í spjall um heima og geyma fluguhnýtinga. Þær eru Anna Lilja, Helga Gísla og Þóra Sigrún.
Flugur, veiðisögur og grúsk af ýmsu tagi
Nokkur myndbönd frá höfundinum eða samfélagsmiðlum sem höfundurinn fylgist með.
Febrúarflugur fengu þrjár þrælgóðar veiðikonur sem hnýta sínar flugur sjálfar í spjall um heima og geyma fluguhnýtinga. Þær eru Anna Lilja, Helga Gísla og Þóra Sigrún.
Febrúarflugur fengu fjóra frækna fluguhnýtara í spjall um heima og geyma fluguhnýtinga í tilefni Febrúarflugna. Gestir þessa fyrsta hlaðvarps voru þeir Sigurður Héðinn, Eiður Kristjánsson, Hrafn Ágústsson og Sigþór Steinn Ólafsson.
Örklippa úr Herbjarnarfellsvatni að Fjallabaki haustið 2019.
Örklippa úr Löðmundarvatni að Fjallabaki haustið 2019.
Örklippa frá Hópi í Húnaþingi í ágúst 2019.
Örklippa úr ferð inn að Kvíslavatni við Sprengisandsleið í ágúst 2019.
Örklippa undan Háafossi og úr Þjórsárdal í júní 2019.
Örklippa úr stuttu stoppi við Hlíðarvatn í Hnappadal í maí 2019.
Örklippa úr helgarferð í Hraunsfjörðinn í lok maí. Frábært veður og bleikjurnar léku við hvern sinn ugga upp úr miðnættinu.
Örklippa úr Þjóðgarðinum á Þingvöllum í maí 2019.
Hlíðarvatn í Selvogi opnaði að vanda þann 1. maí. Veður, vatn og fiskar voru í sannkölluðu hátíðarskapi þennan dag og veiðimenn gátu vart hamið kátínu sína við að komast loksins út.
Ég biðst afsökunar á að myndefnið er ekki allt í 16:9 hlutföllum, þarf að stilla myndavélina mína rétt í eitt skipti fyrir öll.
Glefsur úr Hraunsfirðinum á sumardaginn fyrsta 2019.
Klippur frá Hópi í Húnaþingi í september 2018.
Örlítil klippa af bökkum Búlandsár við Berufjörð frá 2018.
Örstutt klippa af bökkum Stöðvarár í Stöðvarfirði frá 2018.
Langavatn er austast vatnanna þriggja sem eru upp af Mýrum í Borgarfirði. Upplýsingar um vatnið, fengsælar flugur og staðina sem gefa, má finna hér.
Eskihlíðarvatn sunnan Tungnaár er eitt af s.k. Framvötnum. Upplýsingar um vatnið má nálgast með því að smella hérna.
Hlíðarvatn í Selvogi hefur um árabil verið eitt vinsælasta veiðivatn landsins. Eftir nokkur mögur ár og áhugaleysi veiðimanna, tók veiðin í sumar mikið stökk upp á við. Upplýsingar um vatnið, kort, bækling og lausa daga má finna með því að smella hér.
Upplýsingar um Frostastaðavatn og önnur Framvötn má finna hér á síðunni.
Hlíðarvatn í Hnappadal er vestast, vatnanna þriggja sem þekktust eru upp af Mýrum í Borgarfirði. Upplýsingar um fengsæla veiðistaði og flugurnar sem gefa má finna hér.