FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Lok Febrúarflugna 2025

    1. mars 2025
    Febrúarflugur

    Upp

    Forsíða

    Nú, þegar Febrúarflugum 2025 er lokið, er mér efst í huga þakklæti til allra þeirra 148 hnýtara sem lögðu sitt að mörkum með því að setja inn 1.316 flugur í mánuðinum og gera hann enn einu sinni að topp mánuði Febrúarflugna*) Og ekki má heldur gleyma öllum þeim sem svöruðu kalli FOS að standa fyrir viðburðum og/eða gera vel við hnýtara með einum eða öðrum hætti og gera þannig febrúar að einhverjum skemmtilegasta mánuði ársins. Takk, þetta tókst frábærlega og þið eigið öll miklar þakkir og hrós skilið fyrir ykkar framlag.

    *) Ég leyfi mér að undanskilja árin 2021 og 2022 þegar hnýtarar höfðu litlu öðru að sinna í einverunni heldur en fluguhnýtingum.

    Vöxtur Febrúarflugna í gegnum árin hefur verið langt, langt framar vonum og ég hef sannast sagna alveg eins átt von á að fjöldi flugna hafi náð hámarki sínu á hverju ári frá 2018 þegar þær náðu því að verða 523, en áfram hafa þær vaxið og dafnað. Talnaglöggir sjá að í heildina hafa 9.922 flugur komið fram í Febrúarflugum frá upphafi, það er slatti.

    Hópurinn á Facebook hefur dafnað og styrkst á liðnum árum og telur nú rúmlega 1.800 meðlimi og í febrúar var hann heimsóttur 27.031 sinni, 643 komment voru sett við myndir og viðbrögð voru 27.714

    Mér telst til að áhugafólk um fluguhnýtingar hafi geta brugðið sér 12 sinnum af bæ í febrúar og heimsótt þá sem stóðu fyrir viðburðum í mánuðinum og það hefur aldrei verið annað eins framboð af skemmtun og fróðleik eins og í ár.

    Svo góðar undirtektir voru við þessum viðburðum að Stangaveiðifélag Borgarness og Fluguhnýtingar á Vesturlandi ætla að nýta sér meðbyrinn og standa fyrir hnýtingakvöldum í mars sem hér segir; Borgarnesi 10. mars kl.19:00 í Grillhúsinu og Akranesi 14. mars kl.18 í Stúkuhúsinu. FOS mælir eindregið með því að kíkja á þessi hnýtingakvöld.

    Að þessu sögðu, þakkar FOS kærlega fyrir undirtektirnar, stuðninginn og góðar kveður, sjáumst eigi síðar en 1. febrúar 2026.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Lokaspretturinn hafinn

    27. febrúar 2025
    Febrúarflugur

    Upp

    Forsíða

    Lokasprettur Febrúarflugna er hafinn og eftir því sem næst verður komist, þá verða það 138 hnýtarar sem koma hnífjafnir í mark þetta árið með um 1.200 flugur (þegar tveir dagar eru raunar eftir) og yfir 1.800 fylgjendur Febrúarflugna tryllast af fögnuði á bekknum.

    Í kvöld, 27. febrúar verða tveir mjög áhugaverðir viðburðir í boði fyrir hnýtara og áhugafólk um flugur. Á Microbar í Kópavogi verður hnýtingakvöld á vegum 3 á stöng kl.18:00 þar sem nokkrir landsþekktir hnýtarar ætla að smella í flugur með gestum og hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar verður Bjartur Ari Hansson á fyrsta hnýtingakvöldi vetrarins ásamt góðum gestum. Ef einhver á ekki heimangengt í kvöld, þá er óþarfi að örvænta því SVH mun vera með hnýtingakvöld annað hvert fimmtudagskvöld til vors og þangað eru alltaf allir velkomnir.

    Undirtektir viðburða í febrúar hafa verið með eindæmum góðar, svo mjög að Stangaveiðifélag Borgarness ætlar að fylgja mánuðinum eftir og bjóða til hnýtingarkvölds þann 10. mars kl. 19:00 í Grillhúsinu í Borgarnesi og þann 14. mars ætla grasrótarsamtökin Fluguhnýtingar á Vesturlandi að standa fyrir hnýtingarkvöldi á Akranesi. Það er því um að gera að fylgjast vel með þó Febrúarflugum fari brátt að ljúka, það er nefnilega mikið líf með hnýturum eftir Febrúarflugur.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Lokaspretturinn

    22. febrúar 2025
    Febrúarflugur

    Upp

    Forsíða

    Þau eru fá morgunverkin sem gleðja undirritaðan jafn mikið þessa dagana eins og skyggnast yfir Febrúarflugur, smella á þær myndir sem komið hafa fram síðasta sólarhringinn og afrita þær yfir í myndasafn Febrúarflugna á FOS.

    Annað sem gleður mig ósegjanlega er hve frábærlega ýmsir einstaklingar, fyrirtæki og stangaveiðifélög hafa tekið við sér og bryddað upp á skemmtilegum viðburðum fyrir hnýtara og áhugafólk um fluguhnýtingar og hjálpast þannig að við að gera febrúar að þeim viðburðaríka og skemmtilega mánuði eins og hann hefur verið núna. Svo má ekki gleyma þeim 128 hnýturum sem hafa lagt ómælda vinnu í að raða inn þeim rétt tæplega 900 flugum sem komnar eru fram þetta árið. Þið eigið öll hrós skilið fyrir ykkar framlag og ég hlakka til að fylgjast með ykkur það sem eftir lifir febrúar.

    Nú er síðasta vika Febrúarflugna gengin í garð og af því sem FOS hefur fengið vitneskju um að sé á döfinni, þá er Ólafur Hilmar Foss í Flugubúllunni í dag (laugardag) á milli 12:00 og 15:00 og þeir félagar Sigþór Steinn og Valgarður verða að venju í Veiðiflugum á mánudagskvöldinu kl. 19:30 þar sem þeir ætla að beina sjónum að sjóbirtingsflugum. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að rífa þá nú af sér og taka fram græjurnar og slást í hópinn á Facebook og/eða heimsækja þessa meistara sem leggja sitt að mörkum hjá Flugubúllunni og Veiðiflugum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Framundan í Febrúar

    15. febrúar 2025
    Febrúarflugur

    Upp

    Forsíða

    Þá er önnur vika Febrúarflugna að baki og enn bætist í hópinn á Facebook, bæði af flugum og hnýturum. Skemmtilegt að sjá frumraunir og fjölda flugna sem hnýtarar koma á framfæri þetta árið. Flugurnar eru rétt tæplega 650 og af öllum stærðum og gerðum, eins og búast mátti við og hægt er að skoða þær allar á einum stað hérna.

    Þriðja vikan að hefjast og nú hafa velunnarar Febrúarflugna heldur betur tekið við sér og frá og með deginum í dag og út næstu viku býðst hnýturum að heimsækja og taka þátt í fimm viðburðum sem geta glatt og frætt viðstadda um flugur og fluguhnýtingar:

    • Laugardaginn 15. febrúar verður Eiður Kristjánsson í Flugubúllunni frá kl. 12 – 15, hnýtir og spjallar við gesti og gangandi.
    • Sunnudaginn 16. febrúar hefur Flugurveiðifélag Árborgar og nágrennis vetrarstarf sitt með hnýtingakvöldi og kaffispjalli í Víkinni á Selfossi kl. 19:00 Að vanda eru allir velkomnir og minnt á að það er jafn stutt á Selfoss frá höfuðb.svæðinu eins og það er frá Selfossi til höfuðb.svæðisins.
    • Mánudaginn 17. febrúar bíður Stangaveiðifélag Borgarness til hnýtingakvölds á Grillhúsinu í Borgarnesi kl. 19:30 þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér fluguhnýtingar, mætt með eigin græjur eða fengið lánaðar græjur. Minnt er á dreifbýlisregluna, jafnt langt á Borgarnes eins og þaðan til Reykjavíkur.
    • Mánudaginn 17. febrúar verða þeir félagar Sigþór Steinn Ólafsson og Valgarður Ragnarsson hnýturum innan handar í Veiðiflugum frá kl. 19:30 þar sem áherslan verður á þurrflugur, púpur og straumflugur sem hafa reynst vel m.a. í Mývatnssveit og Laxárdal.
    • Þriðjudaginn 18. febrúar verður síðan blásið til Barflugna á Ölver í Glæsibæ. Að samkomunni standa SVFR, Ertu að fá’ann?, Patagonia og Fasteignasalan Miklaborg. Á staðnum verða landsfrægir hnýtarar, allir hvattir til að mæta með eigin græjur og eiga sér skemmtilega kvöldstund. Húsið opnar kl. 19:00 og dagskrá kl. 20:00, tilboð á hamborgurum og kaldur á krana meðan birgðir endast.

    Undirritaður verður á ferð og flugi á milli viðburða eins og við verður komið og ekki laust við að tilhlökkunin fyrir vikunni sé að verða óbærileg. Kærar þakkir, öll þið sem sýnið Febrúarflugum og hnýturum velvild í febrúar og ekki síst öll sem leggið til flugurnar sem hafa laðað þær 14.000 heimsóknir að Febrúarflugum sem komnar eru þetta árið.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Fréttir af Febrúarflugum

    8. febrúar 2025
    Febrúarflugur

    Upp

    Forsíða

    Þessi fyrsta vika Febrúarflugna hefur heldur betur verið lífleg. Hnýtarar hafa sett inn 367 myndir af þeim flugum sem þeir eru að hnýta og það er ekki ofsögum sagt að margar flugur og hnýtarar hafa heldur betur vakið athygli. Facebook segir okkur að fyrstu vikuna hafi 7.000 skoðanir verið á Febrúarflugur og sífellt fleiri skrá sig í hópinn, sem telur nú rétt tæplega 1.700 meðlimi sem fylgjast með því sem hnýtarar bera á borð þetta árið.

    Vildarvinir Febrúarflugna hafa brugðist vel við, gera vel við hnýtara með afsláttum eða uppákomum í febrúar og til skemmtunar og fróðleiks ber einna hæst á þessu í annari viku Febrúarflugna:

    • Laugardaginn 8. febrúar ætlar Örn Hjálmarsson að taka á móti gestum í Flugubúllunni frá kl. 12 – 15 (nánari upplýsingar hér)
    • Mánudaginn 10. febrúar verður opið hnýtingarkvöld á Akranesi þar sem Ívar Hauksson ætlar að vera gestum innan handar með góð ráð og leiðbeiningar (nánari upplýsingar hér).
    • Mánudaginn 10. febrúar standa Veiðiflugur og Hylurinn fyrir opnu hnýtingarkvöldi í Veiðiflugum frá kl. 19:30 (nánari upplýsingar hér).

    Vitaskuld hvetur FOS alla sem tök hafa á að nýta sér þessa viðburði, þeir eru öllum opnir án aðgangseyris. Fyrir þá sem ekki hafa tök á að fylgjast með Febrúarflugum á Facebook, þá má sjá allar þær flugur sem þegar hafa komið fram að þessu sinni, hér á FOS. Myndasafnið er uppfært reglulega með þeim meistaraverkum sem hnýtarar setja inn þetta árið.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Fyrsta helgin í febrúar

    3. febrúar 2025
    Febrúarflugur

    Upp

    Forsíða

    Febrúarflugur fóru ljómandi vel af stað þetta árið, 139 flugur komu inn og hafa þegar verið settar inn á myndasafn ársins á FOS. Spjallþráður hópsins (Vildarvinir Febrúarflugna) var líflegur og margir nýttu sér að skjóta inn upplýsingum um afslætti og sérkjör sem meðlimum hópsins standa til boða, auk þess að spyrjast fyrir um hitt og þetta sem aðrir í hópnum svöruðu greiðlega.

    Þannig að það tekið örstutt saman; þá bíður Flugubúllan 25% afslátt, Veiðibúð Suðurlands 25% afslátt, RÖD bíður sérverð á hnýtingastandi og Valdimarsson fly fishing 30% afslátt. Vonandi hefur ekkert farið framhjá FOS af því sem stendur til boða, en það skal ítrekað að besta leiðin til að koma velvild (viðburði, afslætti eða sérkjörum) á framfæri er að senda FOS tölvupóst á fos@fos.is sem sér um að birtia tilkynningar, í stað þess að kaffæra spjallþráðinn 🙂

    Rétt aðeins að minna á Fluguhnýtingakvöld á Akranesi sem verður eftir viku, það er greinilegur áhugi á þessu kvöldi og þegar hafa 12 manns boðað sig og 14 að hugsa málið.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
1 2 3 … 7
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar