Flýtileiðir

Lokaspretturinn hafinn

Lokasprettur Febrúarflugna er hafinn og eftir því sem næst verður komist, þá verða það 138 hnýtarar sem koma hnífjafnir í mark þetta árið með um 1.200 flugur (þegar tveir dagar eru raunar eftir) og yfir 1.800 fylgjendur Febrúarflugna tryllast af fögnuði á bekknum.

Í kvöld, 27. febrúar verða tveir mjög áhugaverðir viðburðir í boði fyrir hnýtara og áhugafólk um flugur. Á Microbar í Kópavogi verður hnýtingakvöld á vegum 3 á stöng kl.18:00 þar sem nokkrir landsþekktir hnýtarar ætla að smella í flugur með gestum og hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar verður Bjartur Ari Hansson á fyrsta hnýtingakvöldi vetrarins ásamt góðum gestum. Ef einhver á ekki heimangengt í kvöld, þá er óþarfi að örvænta því SVH mun vera með hnýtingakvöld annað hvert fimmtudagskvöld til vors og þangað eru alltaf allir velkomnir.

Undirtektir viðburða í febrúar hafa verið með eindæmum góðar, svo mjög að Stangaveiðifélag Borgarness ætlar að fylgja mánuðinum eftir og bjóða til hnýtingarkvölds þann 10. mars kl. 19:00 í Grillhúsinu í Borgarnesi og þann 14. mars ætla grasrótarsamtökin Fluguhnýtingar á Vesturlandi að standa fyrir hnýtingarkvöldi á Akranesi. Það er því um að gera að fylgjast vel með þó Febrúarflugum fari brátt að ljúka, það er nefnilega mikið líf með hnýturum eftir Febrúarflugur.

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *