Flýtileiðir

Black Spider

Það þarf svo sem ekkert að koma á óvart að FOS birti flugu sem fáir, ef þá nokkrir nota. Undirrituðum finnst einfaldlega gaman að grufla í sögu flugna og eltast við upplýsingar sem finna má í gömlum bókum sem hann safnar. Að þessu sinni er farið allt aftur til 1857 í bókina með stutta nafninu; The Practical Angler or the art of trout-fishing more particularly applied to clear water. Já, þeir voru ekkert að spara nöfnin á veiðibækurnar á tímum Viktoríu drottningar. Ef þú vilt vita eitthvað meira og jafnvel kafa enn dýpra, þá getur þú smellt á myndina hér að neðan og kíkt á það sem ég hef dregið saman um þessa klassísku silunga- og laxaflugu sem ættuð er frá Skotlandi.

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *