Þó enn sé langt í áramótin, þau verða t.d. ekki fyrr en löngu eftir næstu kosningar, þá tekur FOS forskot á sæluna og birtir nú þegar dagatal fyrir árið 2025. Þetta dagatal gengur yfirleitt undir heitinu flóðatafla og er ein vinsælasta síðan á FOS.IS með tæplega 122.000 heimsóknir frá upphafi.
Ástæðan fyrir þessari mjög svo ótímabæru birtingu flóðatöflunnar fyrir 2025 er óþreyja veiðimann eftir næsta tímabili. Þó veiðitímabilinu 2024 sé rétt ný lokið hjá flestum, þá eru margir hverjir farnir að spá í veiðileyfi næsta árs og vilja ólmir fá að vita hvernig flóði og fjöru er háttað.
Þeir lesendur FOS sem vilja bíða aðeins með áramótin þurfa engu að kvíða, því á síðunni er hnappur sem vísar á töfluna fyrir 2024. Beinir tenglar á flóðatöflurnar eru hér: 2025 og 2024.










Senda ábendingu