Þessi fluga gaf hnýtaranum nokkra fiska síðasta sumar og hefði eflaust lokkað fleiri hefði veiðimaðurinn ekki asnast við að festa bæði eintökin sem hann hnýtti í botni. Frumútgáfurnar urðu sem sagt eftir í Litlasjó í Veiðivötnum og Kvíslavatni á Sprengisandi. Flugan er hnýtt á svipaðan hátt og Barley Legal, tvískipt marabou í skotti og væng, búkurinn vafinn tveimur vafningum búkefnis á milli vænghluta og ber óneitanlega keim af Dentist, Kolbeins Grímssonar.
Upp skriftina má nú nálgast á FOS með því að smella á myndina hér að neðan.










Senda ábendingu