Flýtileiðir

Ryð

Ekki er allt gull sem glóir og meira að segja gull getur látið á sjá. Gullið sem glóir oftast í höndum fluguveiðimanna er reyndar oftast meira í ætt við bronze eða nikkelhúðaðan málm. Það er misjafnt hve hratt krókarnir okkar láta á sjá, en jafnvel þeir bestu geta látið undan síga fyrir tímanns tönn. Bitið fer úr þeim, þeir geta bognað en algengast er þó að einhver partur þeirra fari að ryðga. Vissulega eiga margir ódýrari krókar það til að ryðga þegar minnst varir, ekki þó algilt, en meira að segja ryðfríir krókar geta orðið fyrir barðinu á nágrannaflugu í boxinu ef hún fer að ryðga. Almennt um flugur, á eiga þær það þó sameiginleg að endast betur ef við pössum upp á að leyfa þeim að þorna í lok veiðidags eða strax og heim er komið.

Sjaldnast er lognið til trafala á Íslandi og yfirleitt nægir að hafa boxið opið í nokkrar mínútur úti við til að þurrka flugurnar, vindurinn gerir sitt. Já, og ef svo ólíklega vill til að það sé einhver smá rigning, þá má alveg smokra opnu boxinu undir bílinn í smá tíma, jafnvel í miðri matar- eða kaffipásu og leyfa því að þorna þar. Bara muna eftir því áður en ekið er af stað.

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *