Flýtileiðir

Fluguveiði undir ís

Er fluguveiði undir ís eitthvað sem við verðum að gefa gaum ef vorið verður jafn kalt og sumir vilja meina? Veðurfræðingar eru raunar ekki allir sammála um að það verði svona rosalegt, en veðurspekingar virðast flestir vera á einu máli, það stefni í kalt vor framan af í það minnsta.

Eins einkennilega og það hljómar þá er fluguveiði undir ís alveg möguleg, en þá er ég að vísu ekki að tala um að bora holu og sleppa þyngdum flugum niður í djúpið. Raunar er ég ekki heldur að tala um fluguveiði alveg undir ísnum, en nærri því þó. Við vitum að geymsluþol matar eykst við frystingu og þegar ísa leysir þá losnar úr ísnum ýmislegt sem fiski þykir gott.

Að kasta flugu upp á skörina og draga hana fram af henni hefur reynst mörgum manninum fengsælt og maður hefur heyrt margar sögur af soltnum fiski sem tekur flugu alveg við ísinn.

Annar fengsæll veiðistaður, nátengdur, er þar sem snjór gengur fram í vatn og bráðnar hægt og rólega. Mér er minnisstæður skafl við Herbjarnarfellsvatn að Fjallabaki sem urriðar lónuðu fyrir framan á örgrunnu vatni langt fram á sumarið og pikkuðu upp það sem snjóbráðin bar með sér út í vatnið. Svo eru þeir nokkrir skaflarnir sem maður man eftir við nokkur vötn í Veiðivötnum sem hafa nánast verið ávísun á fisk í gegnum árin.

Hvort sem vorið verður kalt, blautt, vindasamt eða dásamlega hlýtt og sólríkt, þá má alveg hafa þessa skafla í huga, langt fram á sumarið. Eitt smáræði að lokum, þó það sé 1. apríl í dag, þá er þessi grein ekki eitthvað gabb.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com