Flýtileiðir

Einu feti framar

Ég held að það hafi verið í einni af Ástríks bókunum sem þessi gullvæga setning var höfð eftir Spartverjum; Ef stóra tá þín er of stutt, gakktu þá fetinu framar. Mér er til efs að þetta sé sannleikanum samkvæmt, ekki ber að trúa öllu sem Ástríkur hefur sagt. Jæja, þá er ég búinn að ná athygli lesandans og tókst meira að segja að lauma að þessu eina feti inn sem getur skipt máli.

Mínir taumar skiptast oftast í þrjá hluta; sverasta partinn sem er næst línunni (60%), miðju parturinn (20%) og taumaendinn (20%). Eins og gengur þá styttist taumaendinn eftir því hve oft ég skipti um flugu og þá vantar stundum allt í einu eitt fet á tauminn þannig að hann sé af æskilegri heildarlengd. Úr þessu er vitaskuld einfalt að bæta, hnýta eitt fet til viðbótar eða klippa taumaendann af og setja nýjan í upprunalegri lengd. Þetta er ekkert flókið, eða hvað?

Gefum okkur að ég standi lánlaus á bakkanum eftir ótilgreindan fjölda kasta og að mér kemur reynslubolti, gjóir augunum á tauminn minn og segir; Ég er nú alltaf með lengri og grennri taum hérna, hún er svo stygg. Til einföldunar skulum við segja að ég sé með heildarlengd taums upp á 10 fet, 6 fet af 0.50 mm (sem er u.þ.b. 2/3 af línusverleikanum mínum) 2 fet af 0.30 mm (0X) og 2 fet af 0.22 (2X).

Mér væri í lófa lagið að lengja tauminn minn með 4 fetum af 0.18 mm (4X) þá væri hann samtals 14 fet í stað 10 áður, ég væri þá næstum því að taperingunni á tauminum (0.50 > 0.30 > 0.22 > 0.18) eða hvað? Nei, það er víst ekki svo að þessi taumur sé til stórræðanna. Væntanlega yrði ég smækka fluguna ef þá taumurinn í heild sinni réði við að rétta úr sér á annað borð, en það er alltaf hætt við að aflið í kastinu dræpist í þessum nýju 4 fetum af fremsta efninu.

Nær væri að taka fram 7 fet af 0.50, hnýta 4 fet af 0.30 og 4 feta taumaenda úr 0.20 í nýjan taum. Formúlan væri þá að vísu ekki 60/20/20 en nógu nálægt því til að virka og ég væri búinn að ná lengri taum og í raun einu feti framar.

Að lengja taum, annað hvort með því að lengja taumaendann umtalsvert eða bæta nýjum (grennri) taumaenda sem fremstra parti, virka afar takmarkað. Það er ekki bara sverleiki taumsins frá byrjun til enda sem skiptir máli, líka það sem er þarna á milli. Það má hugsa sér alla missmíð á taum eins og hlykk á garðslöngu, hver einasti hlykkur seinkar því að vatnið komi fram úr henni, vatnið skila sér síðar eða ekki.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com