Strekkingur

Allt frá þeim tíma sem byrjað var að framleiða flugulínur úr gerviefnum hafa veiðimenn glímt við minnisvandamál. Ég til dæmis gleymi oft hvaða lína er á hvaða spólu; er þetta heilsökkvandi línan eða er þetta intermediate línan? Nei, auðvitað veit ég alveg hvaða lína er á hvaða spólu. En ég, rétt eins og aðrir, glími stundum við þetta minnisvandamál í línunum mínum. Þó ein ákveðin lína sé í miklu uppáhaldi hjá mér, þá á ég línur frá fleiri en einum framleiðanda og þær eru allar því marki brenndar að muna óþægilega oft hvernig þær hafa legið á spólunum í einhverjar vikur eða mánuði.

Flestar flugulínur í dag eru framleiddar úr PVC, PU eða PE plastefnum og það liggur í eðli þessara efna að það bítur í sig ákveðna lögun ef það liggur kyrrt í langan tíma. Meira að segja venjulegar gosflöskur geta orðið flatbotna ef flöskurnar standa óhreyfðar svolítið fram yfir síðasta söludag innihaldsins. Flugulínurnar verða að vísu ekki flatbotna, en þær verða stundum eins og gormur þegar þær eru dregnar út af veiðihjólinu. Það sem við erum að sjá þarna er svo kallað langtímaminni plastefna. Línurnar muna nefnilega eftir því þegar þeim var spólað ilvolgum inn á stórar tromlur í verksmiðjunni. Þessari minningu línunnar bregður stundum fyrir þegar henni verður kalt, þá herpist hún saman einmitt í sömu áttina og hún fór inn á tromluna. Ef þið trúið mér ekki, þá skulið þið bara spyrja hann Air Rio von Cortland, hann hefur glímt við þetta vandamál í nokkuð mörg ár.

Þegar flugulínan tekur upp á þessum skolla, þ.e. að rifja um þessar gömlu minningar, þá er í raun aðeins eitt til ráða. Vera hæfilega ákveðinn, svona eins og við óþekkan krakka, ekkert ruddalegur, vera mjúkhentur en ákveðinn. Framkvæmdin er í raun afskaplega einföld; takið 3 – 4 fet af línunni út af hjólinu, togið þéttingsfast í þennan spotta, en umfram allt reynið að forðast að setja hlykk á línuna í öðrum hvorum lófanum eða báðum. Það á ekki að vefja línuna um aðra höndina eða báðar, slíkt átak er einfaldlega of mikið og gerir meira ógagn en gagn. Þegar þú hefur farið svona yfir alla línu, þá er tilvalið að spóla henni aftur inn á hjólið með því að halda þéttingsfast um hana með gleraugnaklút, mögulega vættum í smá línubóni eða hreinsiefni, það sakar ekki að hafa línuna hreina inni á hjólinu.

Því miður kemur það alveg fyrir að menn strekkja of harkalega á línunni og þá er hætt við að kápan (sá hluti línunnar sem er gerður úr plasti) losni frá kjarnanum. Það er raunar óþarfi að óttast að slíta venjulega flugulínu, þær eru yfirleitt framleiddar með 18 – 25 punda slitstyrk að lágmarki og sveigjuþol þeirra er oft vel yfir 20%. Eftir sem áður þá eru þær ekki gerðar fyrir fruntalegt átak, þá getur kápan losnað frá kjarnanum og hætt er við að línan virki þá verr eftir strekkinginn, rétt eins og hún sé brotinn eða kjarninn leiki laus inni í henni.

Örlítil varnaðarorð í lokinn, ekki strekkja á línu sem er snúin. Það er nefnilega ekki það saman að lína sé snúinn eða hafi krullað sig upp í gorm eða rétti ekki alveg úr sér. Ef þú þekkir ekki muninn á snúinni línu og krullaðri, þá skaltu bíða í nokkra daga og lesa þér til um það hvernig eigi að snúa ofan af línu áður en þú ferð að strekkja á línunni þinni.

Eitt svar við “Strekkingur”

  1. Árni Árnason Avatar

    Sæll Kristján. Það skiptir máli hvort línan er framleidd til veiða í Flórída eða til veiða í svölum vorlækjum. Í PVC kápuna er blandað mýkingarefnum sem leiða til þess að línan getur verið mjúk og slétt í köldu vatni en tiltölulega stíf og slétt í volgu vatni. Línan sem er framleidd fyrir Karíbahafið verður hins vegar skelfileg hringavitleysa í íslenskum köldum bergvatnslæk.

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com