Flýtileiðir

Lífsferill bleikju

Lífsferill bleikju og urriða getur verið öllu flóknari heldur en laxa. Rannsóknir hafa sýnt að erfðafræðilegir þættir virðast ekki ráða því hvort afkvæmi bleikju verði staðbundin eða ganga í sjó. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt fram á að bleikja getur verið staðbundinn langt fram eftir aldri, en þegar ákveðinni stærð er náð, þá tekur hún upp á því að ganga til sjávar í nokkurn tíma, gerir jafnvel hlé á gönguhegðun í einhvern tíma en tekur hana upp aftur síðar. Hér gefur að líta lífsferil bleikju sem elst upp í lokuðu vistkerfi (vatni) og er því staðbundinn allt sitt líf.

Lífsferill staðbundinnar bleikjur er í meginatriðum afskaplega einfaldur. Staðbundinn bleikja hrygnir að öllu jöfnu í stöðuvatni en getur einnig valið sér lygnari ár og læki ef því er að skipta. Bleikjan hrygnir yfirleitt á bilinu september og fram í desember, afar misjafnt þó eftir stofnum og það eru jafnvel til dæmi um stofna sem hrygna í janúar og febrúar. Aðlögunarhæfni bleikjunnar er orðlögð og dæmi eru um að hún hrygni á allt að 100 m dýpi. Hrogn bleikjunnar eru á bilinu 3 – 5 mm, fjöldi þeirra afar misjafn en að jafnaði hrygnir stærri fiskur stærri hrognum. Hrognin klekjast yfirleitt á bilinu mars – maí og kviðpokaseiðin dvelja í einn mánuði í mölinni og fæða þeirra er aðallega smádýrasvif og smálirfur vatnaskordýra. Stærð kviðpokaseiða er u.þ.b. 1,5 en þegar þessu stigi lýkur færa seiðin sig út í vatnsbolinn og halda sig til að byrja með í botnlagi vatnsins en færa sig síðan upp og dreifa sér og byrja að éta stærri fæðu, s.s. krabbadýr, snigla, og lirfur og púpur stærri skordýra.

Það er afar misjafnt eftir búsvæðum hvenær bleikjan verður kynþroska. Dæmi eru um að bleikja verði kynþroska tveggja ára þar sem samkeppni er mikil um fæðu og er það sterk vísbenind offjölgun einstaklinga í lokuðu lífkerfi. Þá er kynþroska fiskurinn smár og virðist ekki ná að stækka mikið eftir að kynþroska er náð, sem er raunar almenna reglan um bleikju.

Fæða bleikjunnar er afar fjölbreytt, en þar til hún nær 100 gr er uppistaða fæðunnar aðallega hryggleysingjar, en hún getur gerst afræningi annarra fiska, jafnvel eigin stofns þegar hún hefur náð 100 gr. Þess ber þó að geta að vöxtur og atferli bleikjunnar er afar mismunandi eftir stofnum, hitastigi vatns og vitaskuld fæðuframboði.

Helstu heimildir: Nokkur atriði varðandi lífsferil laxfiska, Árni Ísaksson Veiðimálastofnun 1980 og Eldisbóndinn, Háskólinn á Hólum o.fl. útgáfuár ókunnugt.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com