Fiskar kunna ekki að lesa

Alltaf er FOS.IS fyrst með alvöru fréttir, fiskar kunna ekki að lesa og þeir heyra sjaldnast nokkuð af því sem okkur mönnunum fer á milli. Þetta er e.t.v. ástæðan fyrir því að fiskar hafa enn ekki skipt fæðunni sinni í þá flokka sem við höfum skipt flugunum okkar í. Fiskur veit t.d. ekkert um það hvort flugan sem við notum er púpa eða þurrfluga, hún er í besta falli eftirlíking af æti sem fiskurinn þekkir, í versta falli er hún bara eitthvað kusk sem flækist um í vatninu.

Silungur er ótrúlega mikill tækifærissinni og skorkvikindi sem er á ferðinni, eitt sér eða í smærri hópum, er náttúrulega bara matur sem hann ræðst á eða svolgrar í sig þegar tækifæri gefst. Það sem þarf til að fiskurinn taki flugu er ákveðin kveikja sem verður að vera til staðar og sú kveikja er ekki nafn flugunnar, tegund hennar eða nokkuð annað af því sem við mennirnir höfum gefið henni. Það er fyrst og fremst eðlishvöt silungsins sem ræður för.

Fyrst og fremst er það sú fæða sem er til staðar sem stjórnar því hvort fiskurinn sýni flugu áhuga. Hún þarf í höfuðdráttum að passa við það sem hann þekkir. Þar ræður mestu stærð flugunnar, sköpulag hennar og litur. Reyndar er því þannig farið að við mennirnir eigum stundum í smá vandræðum með litinn. Það sem er alveg kórréttur litur á hnýtingarborðinu, getur hæglega orðið allt annar þegar í vatn er komið.

Önnur eðlishvöt silungs, rétt eins og annarra laxfiska, er að það má hæglega pirra hann til töku. Æpandi kvikindi sem spriklar nógu oft fyrir framan nefið á honum getur hæglega farið svo í skapið á honum að hann glefsi í það. Nú gaf ég til kynna að fiskur hafi skap og þar með að hann búi yfir hugsun sem er víst ekki tilfellið, en þið vitið hvað ég meina. Þeir sem kíkja reglulega inn á þessa síðu hafa væntanlega rekist á einhver orð um bleikan Nobbler á ógnarhraða í bleikju. Enn og aftur, þessi fluga líkist ekki neinu sem er að finna í dýraríkinu og sá bleiki litur sem ég nota í fluguna er ekki náttúrulegur fyrir fimm aura. Það er eitthvað allt annað en fæðulíki sem kveikir í bleikjunni að taka þessa flugu.

Hvað er ég að fara með þessu? Jú, það sem ég meina er að annað hvort ákveður maður að líkja eftir fæðu fisksins eins og mögulegt er, heldur sig við náttúruna eða maður einfaldlega spilar með náttúrunni og stólar á eðlishvöt fisksins, þ.e. að hann missi sig og glefsi í fluguna. Ég veit aftur á móti ekkert hvað ræður því hve langur þráðurinn er í fiskinum, stundum bregst hann strax við þessu áreiti, stundum ekki.

2 svör við “Fiskar kunna ekki að lesa”

  1. baldursigurdsson Avatar
    baldursigurdsson

    Ef fiskar kunna ekki að lesa, hvernig skýrir þú þá það að sl. vor (2020) tóku urriðar í Laxá í Aðaldal ekki aðrar flugur en þær sem byrja á M: Mýslu, Maur, Maticko og MME? Voru þeir ekki bara í miðri lestrarkennslu, staddir í M-unum?

    Líkar við

  2. Kristján Friðriksson Avatar

    Ha, ha, það hefur kannski eitthvað með lestrarkunnáttu veiðimanna að gera? Þeir éta það sem að þeim er rétt, urriðarnir.

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com