Flýtileiðir

Klekja vorflugunnar

Vorflugur eru skordýr sem taka fullkominni myndbreytingu; egg > lirfa > púpa > fluga. Rétt eins og mörg önnur skordýr nýtir vorflugan sér loftbólur til að lyfta sér upp af botninum eftir að hún hefur breyst úr lirfu í púpu. Þegar loftbólurnar eru orðnar nægar, lyftist púpan upp af botninum og sundfálmararnir taka til við að kippa púpunni upp að yfirborðinu. Ef hitastigið er heppilegt, nægir skriðþungi púpunnar til að rjúfa yfirborðsspennu vatnsins og við tekur síðasta myndbreytingin, púpan verður að fullvaxta flugu. Almennt gengur púpum stórra flugna betur að rjúfa filmuna og ná flugi í orðsins fyllstu merkingu. Afföll vorflugna sem klekja er ekki nema brot af afföllum mýflugna.

Þetta ferli vorflugunnar tekur ekki nema augnablik vegna þess að hún, ólíkt mörgum öðrum flugum, er með vængi sem hrinda frá sér vatni og eru nánast fullskapaðir þegar upp á yfirborðið er komið. Hún þarf því ekki að sitja á vatninu í óákveðinn tíma og þurrka vængina og bíða þess að þeir verði tilbúnir til flugtaks. Það er því púpustigið sem silungurinn einblínir á þegar vorflugur eru á matseðlinum, fullvaxta ná þær ekki einu sinni að vera konfektmolinn með kaffinu eftir matinn.

Það vekur því ákveðna furðu að flugur sem sitja beinlínis á yfirborðinu, eins og t.d. Elk Hair Caddis skuli koma sterklega til greina þegar klekjur vorflugunnar eru á ferðinni, en það er nú samt þannig. En þegar kemur að því að hugs alfarið um púpu vorflugunnar, þá eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. Klekjupúpur vorflugunnar ættu að vera glansandi, rétt eins og þær séu umvafðar loftbólum, með áberandi haus eða fálmara og umfram allt vera á ferli frá botni og upp að vatnsborði.

Þessi lýsing ætti eins og sér að nægja til að benda á eina ákveðna flugu, Peacock. Lauslega þyngd er þetta tilvalinn fluga til að líkja eftir púpustigi votflugunnar sem klekju. Vitaskuld er hægt að ganga lengra í eftirlíkingum og til eru óteljandi tegundir klekjueftirlíkinga vorflugna, auk þeirra óteljandi afbrigða Peacock sem hafa komið fram.

Sjálfur veiði ég Peacock oft á tíðum eins og hefðbundna votflugu, ekki endilega sem púpu. Inndrátturinn í áttina að miðlungs hraða með tilfallandi rykkjum og skrykkjum, pásur á milli. Kjördýpt vorflugna á lirfustigi er hreint ekki á svo miklu dýpi, þannig að það má næstum fullyrða að intermediate eða sökklína fyrir Peacock er ofrausn, hefðbundin flotlína með 9+ feta taum ætti að vera nóg.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com