Þegar maður gengur frá þræðinum eftir að hálfbragðið (e: half hitch) eða whip hnút (afsakið að ég man ekki í svipinn hvað þessir hnútur heita á því ylhýra) þá vill stundum smá spotti verða eftir af hnýtingarþræðinum sem stendur út í loftið ef maður klippir.
Þá getur maður notað aðra eggina á skærunum, borið hana þétt upp að hnútinn og slitið þráðinn í stað þess að klippa eða notað svona gluggasköfu- eða rakvélablað. Afraksturinn verður yfirleitt mun hreinni og enginn spotti út í loftið sem þvælist fyrir þegar hausinn er lakkaður.
Senda ábendingu