Flýtileiðir

Harry harðjaxl

Að læra að kasta flugu er ótrúlega skemmtilegt og flestir veiðimenn, á einhverjum tímapunkti, freistast til þess að þenja kastið eitthvað út í buskann. Það eru vissulega til þau augnablik þar sem gott er að ráð við tiltölulega langt kast, en það er kannski óþarfi að láta lengd kastanna skyggja á stuttu köstin og tökurnar sem langoftast eru vel innan kastfæris medium action stanga.

Nú er Harry karlinn kominn á þetta skeið, hann vill endilega ná þessum löngu köstum og þá dugar medium action stöngin ekki lengur, eða hvað? Þurfa góðir kastarar þessar stífu fast action stangir til að ná þessum löngu köstum? Ég treysti mér ekki til að segja af eða á um þetta, en eitt er víst, allir þeir sem ég þekki og geta kastað langt, mjög langt eru vopnaðir stífum stöngum. Flestar stangir sem falla undir þessa skilgreiningu svigna aðeins niður um þriðjung lengar frá toppi þannig að þær hlaðast mjög fljótt í kastinu og að sama skapi skila þær hleðslunni hratt út í línuna, hraði línunnar verður því samsvarandi meiri.

En þegar kemur að veiði þar sem framsetning flugunnar skiptir höfuðmáli, þá eru þessar stangir ekki sérstaklega hentugar og þær deyfa upplifun veiðimannsins af fiski til muna meira en mýkri stangir. Fast action stangir virka best fyrir þá sem kasta snöggt, þurfa að berjast við mótvind og eru að veiða stóra fiska með stórum eða þungum flugum. En þar með er ekki sagt að það sé ekki hægt að veiða með línu #6 og flugu #22 á þessar stangir, það er vel mögulegt. Að vísu temprar stíf stöng ekki óvæntar hreyfingar fisksins eins vel og mýkri stöng, en vanur veiðimaður hefur þá önnur spil á hendinni til að grípa í sem vega upp á móti þessum galla.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com