Flýtileiðir

Þingvallavatn 31. ágúst 2019

Haustlitaferð, skreppur, laugardagsbíltúr. Það er eiginlega alveg sama hvað menn vilja kalla þessa ferð okkar veiðifélaganna inn að Arnarfelli á Þingvöllum. Það var frábært veður til útivistar, hressandi úði og hitastigið rétt mátulegt þannig að maður var ekki að rugla eitthvað í hitastiginu í vöðlunum.

Við Arnarfell

Auðvitað er þetta bara eitthvert orðagjálfur til að dreifa athyglinni frá því að ekki einn einasti fiskur kom á land, þótt annað okkar hefði vissulega orðið vart við fisk í víkinni austanverðri.

Vottur að hausti

En, það er farið að hausta örlítið á Völlunum, samt ekki eins mikið og ég hafði gert ráð fyrir. Vatnið hefur kólnað eða það held ég í það minnsta, gróðurinn er farinn að skarta skærari litum og það eru bláber, krækiber og hrútaber við hvert fótmál. Sem sagt, dagsparti vel varið í dag á Þingvöllum.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
0 / 0 58 / 74 0 / 0 15 / 38 22 / 23

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *