Flýtileiðir

Þingvallavatn, 21. maí

Loksins, loksins, loksins. Nei, ekki fiskur en við veiðifélagarnir fórum sérstaka ferð í þeim eina tilgangi að veiða og njóta þess að vera úti við, án þess að þurfa að óttast frostbit eða kal á fingrum og tám. Þingvellir urðu fyrir valinu, smurt nesti og kaffi á brúsa og við mætt í Þjóðgarðinn rétt upp úr kl.9 í morgun.

Dásamlegt veður í Vatnskotinu og þó nokkri veiðimenn á stjái, en engar bleikjur. Þannig fór nú um sjóferð þá, en nokkurra vikna múr veiðileysis rofinn í það minnsta. Næsta veiði? Þegar færi gefst.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 / 0 / 0 / 0 2

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *