Tröllasaga

Annað slagið heyrir maður alveg bráðskemmtilegar sögur af veiðimönnum sem leggja af stað í veiði með það fyrir augum að setja í nokkra matfiska en enda á því að taka þann stóra, stærsta eða óhugnanlegasta, alveg óvart. Ég kannast svo sem við það að fá ákveðin fisk á ólíklega flugu, þokkalegan urriða á Þingvöllum þegar ég var að egna með púpu #14 fyrir bleikju eða átta punda urriða á #14 votflugu í svo litlum læk að aðeins pundarar hefðu átt að komast fyrir í honum.

Mér kemur því ekki til hugar að draga sögur sem þessar í efa og þegar maður heyrir af einhverjum sem setti hefur í 14 punda fisk á þristinn sinn, þá fyllist maður aðdáun yfir færni hans að landa fiskinum og halda stönginni í heilu lagi. En, beri svo undir að maður sjái ljósmynd af skrýmslinu á bakkanum með tungsten þyngda straumflugu #2 í öðru munnvikinu og stöng #3 við hliðina, þá víkur mín aðdáun fyrir einhverju allt öðru.

fos_urridaspordur
Hvað ætli þessi sé stór?

Á bak við flestar flugustangir liggur töluverð hönnunarvinna. Stundum er sú vinna unnin með ótrúlega flóknum verkfræðilegum útreikningum sem ég kann ekki að nefna og stundum er hún einfaldlega gerð af hyggjuviti og reynslu þess sem hannar. Hvor aðferðin sem notuð er, þá miða þær að því að framleiða stöng sem er ákveðnum eiginleikum búin til að koma línu af ákveðinni þyngd út á vatnið. Línan ber síðan fluguna og flugan verður að passa línu og þar með stöng.

Léttar stangir, þ.e. þær sem hannaðar hafa verið fyrir línuþyngd 2 – 4 búa sjaldnast að því afli sem þarf til að bera stórar straumflugur út á vatnið. Vissulega er hægt að nota létta stöng til að slæma flugu af hvað stærð og sköpulagi sem er út á vatnið. En oft verður maður beinlínis hræddur í nágrenni við tilfæringar þar sem veiðimaður er að reyna að hafa stjórn á stórri flugu með stöng sem í besta falli ræður við litlar púpur eða þurrflugur. Hver þekkir ekki máltækið; Að skjóta mýflugu með fallbyssu ? Ég þekki aftur á móti engan málshátt sem segir eitthvað um að skjóta fíl með baunabyssu. Að nota búnað sem ekki passar agni, hvað þá fiski, er ákveðið virðingarleysi við bráðina. Afl léttrar stangar er aldrei þannig að hægt sé að taka á stórum fiski eins og þarf til að draga ekki viðureignina óþarflega á langinn. Þetta á sérstaklega við ef um er að ræða fisk sem á að sleppa að viðureign lokinni.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com