Yfirleitt er það nú þannig að þegar maður hnýtir flugur, þá snýr sama hlið hennar að manni 90% tímans. Engu að síður er nauðsynlegt að horfa á fluguna frá fleiri sjónarhornum, sjá hvernig skeggið lítur út neðan frá, vængurinn að ofan og skoða sitt lítið af öðru. Ég hef meira að segja verið að temja mér að skoða fluguna að aftan, jafnvel kíkja uppundir hana, en það er önnur saga.

Þeir sem eiga hnýtingarþvingu sem hægt er að snúa á alla kanta (rotating vise) ættu því að nýta sér tólið til fullnustu og snúa flugunni á alla kanta til að skoða áferðina, þó ekki væri nema til að dást að henni. Þeir sem eru ekki svo vel settir að eiga svona hnýtingarþvingu verða að losa fluguna úr þvingunni eða það sem er mun einfaldara, vera með snyrtispegil við höndina og bregða honum á bak við fluguna, undir hana og aftanvið. Þá þurfa þeir ekki að losa fluguna ef svo ólíklega vildi til að eitthvað þurfi að lagfæra. Það er ekki verra ef spegillinn er tvöfaldur, þ.e. venjulegur öðru megin og með stækkun hinu megin, þá sér maður öll smáatriðin betur.









Senda ábendingu