Enn held ég áfram grúskinu um vængi votflugna. Í síðustu viku nefndi ég rök Don Bastian fyrir opnum, uppsveigðum væng og að ég hefði fundið nokkrar slíkar í boxinu mínu. En ég fann fleiri tegundir. Með hliðsjón af ráðleggingum góðs vinar míns um niðursveigðan væng fyrir vatnaveiði, þá voru flestar þeirra þannig hnýttar og það sem meira er, vængurinn var yfirleitt örlítið opinn.

Að þessu leiti fellur smekkur okkar félaganna greinilega vel að uppáhalds flugum J. Edson Leonard, enn eins votfluguspekingsins. Eftir hann liggja nokkrar frábærar bækur og blaðagreinar um flugur, hnýtingar og fluguveiði. Ef einhver hrasar um eina slíka, endilega nælið ykkur í hana og skoðið, þið verðið ekki sviknir.









Senda ábendingu