Flýtileiðir

Taktu afrit

Nú hljóma ég eins og leigubílstjórinn í Spaugstofunni, en í yfir 25 ár vann ég mest í tölvubransanum og lagði þar endalaust áherslu á að menn tækju afrit af vinnunni sinni. Að vísu er þetta svipað hjá mér eins og hjá bifvélavirkjanum sem ekur alltaf um á druslum og trésmiðnum sem á heima í hálfkláraða húsinu, ég tók ekki alltaf afrit sjálfur.

Afritunargeymsla
Afritunarbúnaður

En að taka afrit af flugu sem maður hnýtir fyrir sumarið getur alltaf komið sér vel. Ekki setja endilega allar flugurnar sem þú hnýtir í fluguboxið sem þú ferð með í veiði. Það getur komið sér vel að eiga afrit af nýrri flugu til að kíkja aðeins á hana næsta vetur ef allar klárast yfir sumarið. Sjálfur hef ég lent í því að veiðifélagi minn gerði góða veiði á ákveðna flugu og þegar hnýtingarlisti næsta vetrar var settur saman, þá gat ég ómögulega fundið mynd eða uppskrift af flugunni sem frúnna vantaði og líst var; hún var svona brún, með vír og haus. Þá hefði nú verið gott að eiga eins og eitt stykki í afritunarboxinu til að bera undir frúnna.

2 svör við “Taktu afrit”

  1. Þórunn Björk Avatar

    Já en…..sko……brún með vír og haus er bara hellings lýsing! ….svo er náttúrulega eitursnjallt að nota bara þetta tæki eins og allir eiga og smella af eins og einni mynd af síðustu flugunni í boxinu!

    Líkar við

  2. Kristján Friðriksson Avatar

    Já, ég veit. Þetta er mjög góð lýsing á flugu, þ.e.a.s. ef maður vill fá 4 eintök af öllum brúnum flugum með vír og haus 😉 Góður punktur þetta með myndavélina.

    Líkar við

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *