Síðastliðinn vetur var ég að grúska í fjölda greina um silung og silungsveiði á Íslandi. Það er alltaf töluverður pakki af skýrslum sem lagðar eru fram á vef Veiðimálastofnunar og svo koma sjálfstætt starfandi líf- og fiskifræðingar annað slagið með áhugaverðar greinar.
Ég las til dæmis nokkrar greinar þar sem rannsóknir á silungs- og laxveiði voru bornar saman eða í það minnsta tæpt á því sem skilur þessar rannsóknir að. Það kom svo sem ekkert á óvart að rannsóknir á silungastofnum hér á landi hafa ekki verið eins viðamiklar og rannsóknir á laxi og laxagengd, en samhljómur skýrslnanna um vöntun á skráningu silungsveiði kom mér svolítið á óvart.

Mikið væri nú óskandi að veiðimenn tækju sig saman nú í sumar og settu sér það markmið að skrá afla eins og hann kemur upp úr vötnunum okkar þannig að hægt væri að skila skýrslum til Veiðimálastofnunar eins og mælst er til um. Þá hefðu svona nördar eins og ég eitthvað til að lesa næsta vetur.









Senda ábendingu