Þegar flugan tekur bakföll í framkastinu þá er eitthvað að. Nú er ég ekki að vísa til þess að hún taki bakföll af hlátri, heldur þessi leiðindi þegar flugan dettur niður á tauminn sjálfan í stað þess að leggjast fram og út á vatnið.
Þessi hegðun kemur oftast í kjölfarið þess að þú hefur skipt um flugu, valið þér flugu sem er örlítið þyngri eða ekki eins straumlínulöguð og sú fyrri (aukin loftmótstaða). Það fyrsta sem vert er að athuga er hvort þú getir ekki stytt taumaendann um eins og eitt fet eða skipta honum út fyrir einu X-i sverari. Stundum þarf raunar að gera hvoru tveggja. Málið snýst einfaldlega um það að krafturinn í kastinu nær ekki fram í fluguna, nær ekki að flytja hana út á vatnið. Of langur taumur eða úr of grönnu efni er oftast skýringin á þessu. Sverari og/eða styttri taumur flytur meiri orku úr línunni og fram í fluguna.

Ummæli
26.12.2013 – Stefán B Hjaltested: Nr 1. Undirstaða er ákveðið gott bakkast nr 2 . Að réttur úlnliðshnikkur komi á hárnákvæmum stað,kl.10,30 -11,00 með ákveðnu stopp. Ég nota oft snöggann þrýsting með þumalfingri á korkinn í stað þess að nota hnikkinn. Með jólakastkveðju, Stefán B Hjaltested.
Stefán
Nr 1. Undirstaða er ákveðið gott bakkast nr 2 . Að réttur únliðshnikkur komi á hárnákvæmum stað,kl.10,30 -11,00 með ákveðnu stopp. Ég nota oft snöggann þrýsting með þumalfingri á korkinn í stað þess að nota hnikkinn. Með jólakastkveðju