Flýtileiðir

Úlfljótsvatn, 21. sept.

Þau eru nú ekki mörg vötnin sem eru opin ennþá í nágrenni Reykjavíkur þannig að maður var ekki með neinn rosalegan valkvíða seinni partinn hvert maður ætti að fara í blíðunni. Og þvílík blíða sem fiskarnir í Úlfljótsvatni fóru á mis við. Fluga á ferð við bakka og úti á vatni, spegill á yfirborðinu og hreint út sagt frábært veður, en ekki einn einasti fiskur lét sjá sig.

Ég verð að játa að ég þekki lítið til hegðunar bleikjunnar í vatninu að hausti til og get því ekkert sagt til um hvort við höfum verið eitthvað úti á þekju að reyna fyrir okkur á Veiðitanganum, en eitt er víst; haustið er komið í Grímsnesinu og allir jarðarlitirnir farnir að skarta sínu fegursta.

Úlfljótsvatn
Úlfljótsvatn

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 19 / 25 / 0 9 / 25 38

 

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *