Flýtileiðir

Úlfljótsvatn, 6.júní

Það er bara svo gott að komast aðeins út fyrir malbikið og þá er náttúrulega frábært að hafa nokkur af bestu veiðivötnunum innan klst. frá heimilinu. Smá skreppur í blíðunni upp að Úlfljótsvatni. Jú, veðrið var alveg ágætt en mikið rosalega munar miklu á hitastigi vatnanna okkar hér við bæjardyrnar. Eins hlý og Meðalfells-og Elliðavatn eru að verða þessa dagana og allt lífríkið að komast á skrið, þá munar örugglega tveimur vikum á þeim og Úlfljótsvatni. Fín byrjun á afsökun? Nei, bara staðreynd, en það er alltaf jafn gaman að koma inn fyrir Steingrímsstöð og að Veiðitanga þó maður fái ekki einu sinni töku.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 0 / 0 0 / 0 0 / 2 16

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *