Higs's SOS
Higs’s SOS

Auðvitað er það einhver gorgeir í mér en mér finnst það svolítið á mína ábyrgð að fylgja Higa‘s SOS úr hlaði á Íslensku fyrst ég kom henni fyrst á prent/framfæri hérna heima. Þessi fluga reyndist mér alveg prýðilega í fyrrasumar, braut nokkra múra fyrir mig og hjálpaði mér mikið á dauðum augnablikum. Þessi tegund flugna hefur verið þekkt lengi og yfirleitt kölluð ‚attractor‘ upp á erlenda tungu. Bein þýðing segir svo til allt um eiginleika þessara flugna, þ.e. þær eiga að draga fiskinn að sér. Einkenni þeirra er að eitthvað glitrar, oft meira en lítið og hún er ekkert endilega lík einhverju skordýri sem við þekkjum, þ.e. við fyrstu sýn. Sumur fluguhönnuðir hafa aftur á móti bent á að það sem vex okkur í augum, getur temprast 80% þegar niður í vatnið er komið, þannig að e.t.v. erum við full dómharðir á ofur-skreyttu glysflugurnar. En hvað um það. Það skiptir nokkuð í tvö horn hvernig menn vilja veiða glepjur. Sumir veiða þær sem minni flugur á dropper en aðrir veiða þær stakar, djúpt og ekkert smeykir við að halda þeim mikið á hreyfingu. Ég er ekki frá því að mér finnist síðari aðferðin skemmtilegri, jafnvel með nokkuð hröðum inndrætti, svo hröðum að dýpið minnkar vegna uppdráttar. Velti því stundum fyrir mér s.l. sumar hvort fiskurinn teldi þarna á ferðinni flugu að brjótast um við yfirborðið á leið út úr púpunni, auðveld bráð.

Ummæli

Davíð – 15.06.2013: Sæll, ég er ekki svo klár að ég kunni að hnýta mér sjálfur þessa flugu en hef mikinn áhuga á að prófa hana enda lesið mikið um hana á blogginu þínu. Ég hef verið að kíkja í helstu veiðiverslanir og hef ég ekki enn fundið neina sem hefur tekið uppá að selja hana. Ég býst við að þú sért að hnýta hana bara fyrir sjálfan þig þá eða veistu hvar væri hægt að nálgast hana?

Svar: Sæll Davíð, endilega sendu mér gilt póstfang, þá skal ekki standa á svari. Póstfangið sem þú gafst upp með kommentinu er ekki til 😦

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.