Ég get svo sem alveg viðurkennt að ég var byrjaður að skrifa þessa grein á meðan ég stóð í roki og rigningu undir Vatnsendahlíðinni í kvöld upp úr kl.22 Það voru ótrúlegustu yfirlýsingar sem mér komu í hug, flestar eitthvað á þá leið að nú væri nóg komið og ég ætlaði ekki að snerta á stöng fyrr en sumarið væri endanlega komið, kannski bara ekkert fyrr en seint í sumar. En það var fiskur á staðnum…..

Frúin fékk svo væna töku rétt upp úr kl.23 að taumurinn sat eftir í vatninu, flugulaus. Ef einhver rekst á þokkalegan urriða með grænan Nobbler í öðru munnvikinu, þá er skrautið í boði Þórunnar. Þegar ég svo frétti af girnd urriðans í grænan Nobbler tók ég upp boxið mitt og leitaði, en fann ekki. Ákvað að taka þann næst besta, grænan Dýrbít og setti undir. Og viti menn, í öðru kasti var tekið hressilega á móti og upp úr vatninu smaug þessi líka fallegi urriði í tignarlegum boga. Það er orðið svo langt síðan ég hef sett í fisk að ég var næstum búinn að gleyma hvað til bragðs ætti að taka. En eftir snarpa viðureign kom hann á þó á land, 52 sm. hængur og með þeim fallegri sem maður hefur náð. Hverjum þykir sinn fiskur fagur. Ef maður kíkir í töfluna góðu hjá Svarta Zulu þá hefur fiskurinn verið rétt innan við 3 pund m.v. eðlilegt holdafar og lengd.

Ég verð væntanlega með harðsperrur í kinnunum í fyrramálið, efast um að brosið þurrkist út af mér í nótt.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 0 / 0 0 / 1 0 / 1 13

Ummæli

25.05.2013 – NafnlausStyrkja taum er kvölda tekur 10 p. Svangir urriðar á ferð.

Svar: Já, þarna hittir þú naglan á höfuðið, Nafnlaus. Ég er nokkuð viss um að frúin hafi verið með 2x (c.a. 7 p) á þegar árásin var gerð á fluguna.

25.03.2013 – Ingólfur ÖrnSæl bæði tvö. Ég hitti ykkur við bílastæðið áður en þið hélduð á veiðistað í gærkveldi og frétti af fiskleysi vorsins. Gaman að heyra að þeim álögum er létt!

Bestu kveðjur, Ingólfur

Svar: Sæll Ingólfur og takk fyrir síðast. Að vísu gaf Þingeyingurinn ekki í þetta skiptið, en annað var eftir forskriftinni frá þér og álögunum aflétt. Kærar þakkir fyrir allar upplýsingarnar og spjallið.

25.03.2013 – Þórunn: Hrmfp!…….er enn að hugsa um þennan nobbler! – Er að spá í að sækj’ann bara, þó að það hafi verið aðeins of mikið “bling” í skottinu á honum.

26.03.2013 – UrriðiTrúi þessu ekki fyrr en ég sé myndir ;-)

Svar: Sko, þetta var bara alveg undir miðnættið og ég var orðinn svolítið loppinn á fingrunum, hefði trúlega tapað símanum/myndavélinni í vatnið hefði ég vogað mér að fikta við svoleiðis tæki 🙂 þannig að skátaheiðurinn verður að duga.

4 Athugasemdir

  1. Sæl bæði tvö,

    Ég hitti ykkur við bílastæðið áður en þið hélduð á veiðistað í gærkveldi og frétti af fiskleysi vorsins. Gaman að heyra að þeim álögum er létt!

    Bestu kveðjur,
    Ingólfur

  2. Hrmfp!…….er enn að hugsa um þennan nobbler! – Er að spá í að sækj’ann bara, þó að það hafi verið aðeins of mikið „bling“ í skottinu á honum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.