Vonandi hafa allir lesendur gengið sómasamlega frá flugustönginni síðasta haust þannig að allt sé klárt núna þegar vorar. Eitt af því sem getur plagað menn verulega þegar vorar eru skítug, mygluð eða jafnvel skemmd handföng á veiðistöngum bara vegna þess að ekki var gengið rétt frá s.l. haust.

Flestir framleiðendur veiðistanga ganga þannig frá sinni framleiðslu að það er tiltölulega lítið mál að skipta um kork í handfangi. Þá geta grúskararnir farið á flug og rennt sín eigin handföng, við hinir kaupum bara ný handföng og í skásta falli skiptum þeim sjálfir út eða fáum starfsmann í viðkomandi verslun til að annast útskiptin. Ef maður hefur alltaf verið fyllilega sáttur við sína stöng, þ.e. gripið á henni, er engin ástæða til að skipta um tegund, maður velur bara sömu týpu og sverleika. En fyrir þá sem hafa ekki verið 100% sáttir getur vel verið ástæða til að staldra aðeins við og kynna sér aðra möguleika.

Flest grip eru þetta á bilinu 6,5” til 7”, þ.e. fyrir einhendur en auðvitað er þetta nokkuð breytilegt á milli framleiðenda. Í grófum dráttum má skipta lögun handfanga í þrennt. Fyrst er að telja Full Wells, þetta sem er handlaga, tiltölulega svert og oftast ‘standard’ á stöngum í stærðunum #7 og upp úr. Það er ekki óalgengt að handstórir veiðimenn veljir þetta lag umfram annað. Eins hefur það borið við að konur velji þetta grip umfram önnur. Half Wells er gripið sem mjókkar fram og er oftast notað á stangir frá #1 til #6. Ekki er óalgengt að handsmáir veiðimenn veljir þetta grip umfram önnur, en láti snúa því öfugt á stönginni, þ.e. sverasta hlutanum fram. Cigar hefur verið nokkuð á undanhaldi hin síðari ár en var hér áður langsamlega algengasta lagið á handföngum. Raunar hafa bambusstangasmiðir haldið nokkurri tryggð við þessa tegund, trúlega til að halda í hefðina.

Góðir stangarframleiðendur leggja sig í líma við að bjóða viðskiptavinum sínum upp á marga mismunandi sverleika handfanga. Það er sjálfsagt mál þegar keypt er framtíðarstöng í hærri verðkantinum að menn spyrjist fyrir um möguleika á sverara/grennra/öðru handfangi áður en gengið er frá kaupunum.

Korkhandföng
Korkhandföng

Ummæli

17.04.2013 – Eiður KristjánssonEr með half-wells á fjarkanum mínum og full-wells á sjöunni. Finnst handföngin henta hvorri stöng um sig nokkuð vel. En hvernig er það Kristján, á ekkert að fara henda sér í veiði? :)

Svar: Alveg sama sagan hjá mér, en ég hef verið að spá í hvort ein ástæða þess að köstin mín með fjarkanum eru aðeins léttari vegna þess að ég held ósjálfrátt léttar um half-wells handfangið. Eigum við eitthvað að ræða veiði? Einmitt núna þegar ég er að skrifa þetta, þá kyngir niður snjó, allt orðið hvítt og ekkert lát á sýnist mér. Fór stutta stund á opnunardaginn, en ekki söguna meir. Sjáum til þegar hlýnar aðeins, læt í það minnsta sjá mig við Elliðavatn á sumardaginn fyrsta, hvort sem vatnið er nú grænt eða grátt 🙂

1 Athugasemd

  1. Er með half-wells á fjarkanum mínum og full-wells á sjöunni. Finnst handföngin henta hvorri stöng um sig nokkuð vel.

    En hvernig er það Kristján, á ekkert að fara henda sér í veiði? 🙂

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.